Hvað? from í hringi by Woolly Kind
Tracklist
4. | Hvað? | 4:51 |
Lyrics
hvað er í gangi hér?
ég veit ekki neitt
eins og hvað er ég að gera hér
enginn virðist vera hér
sem ég þekki eitthvað vel
en ég held að það er í lagi
það truflar mig ekki?
samt væri allt í lagi
ef það væri einhver hér sem ég þekkti
en hei þá er það bara að tala
við aðrar, aðrar mannverur
en ég geri það ekki
því þær eru geimverur
ég snerti andlitið mitt þótt að það breyti engu
en eitthvað verð ég að gera með hendurnar mínar
...hvað á ég að gera við þær?
hvað á ég að gera?
það kenndi mér enginn þetta
það eru of margir hérna
þetta er ekki gaman
allir eru saman
nema ég
hvað er einu sinni margir hér?
þetta er eins og einhverskonar her
vorum við ekki að klára samkomubannið?
mér þætti vænt um það ef þú værir 2 metra frá mér.
ég var orðinn vanur sjálfum mér
en nú veit ég ekki hver ég er
það datt allt saman í sundur
eins og óskipulagður fundur
ef ég hefði aðeins gert eitthvað
hefði ég séð eftir því?
ég sé eftir einhverju núna
en ég veit ekki hvað það er?
hvað á ég að gera?
ég vil hafa eitthvað segja
svo ég hef eitthvað að gera
einhver spyr: „hvernig hefurðu það?"
og ég segi allt í fína
en ég er að ljúga
margbrotnar hugsanir
ég beit beint á agnið
og allir eru farnir