🔗 ⚙️

Lifandi from Athvarf by Marína Ósk

Tracklist
11.Lifandi4:20
Lyrics

Lifandi

Ein gata, mjó gata,
ótroðin slóð.
Hún hlýleg, ég róleg
held að okkur muni koma saman vel.

Sé laufin, þau hlaupa samferða,
þó lítið eitt á undan mér
- loksins ég er lifandi.

Gríp með báðum höndum fast og held mér,
trúi varla eigin augum
því mér finnst ég svífa
ég held mig sé að dreyma
- er ég komin heim?

Jafnvægið, óvægið einu sinni enn.
Læt vera að hugsa
hvort ég sé að ganga í átt að réttum stað.

Held áfram, óhikað,
og mér líður nokkuð vel þó ég sé týnd
því loksins er ég lifandi.

Gríp með báðum höndum fast og held mér,
trúi varla eigin augum
því mér finnst ég svífa
ég held mig sé að dreyma
- er ég komin heim?

Credits
from Athvarf, released October 11, 2019
Music and Lyrics: Marína Ósk

Vocals: Marína Ósk
Electric guitar: Mikael Máni Ásmundsson
Acoustic guitar: Ásgeir J. Ásgeirsson
Electric bass: Lito Mabjaia
Moog: Lito Mabjaia
LicenseAll rights reserved.
Tags
Recommendations